Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er sagt hafa áform um að segja upp þúsundum starfsmanna. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins í kjölfar kaupa þess á finnska farsímafyrirtækinu Nokia. Bloomberg-fréttastofan segir uppsagnirnar geta orðið þær mestu í sögu Microsoft og hugsanlega að um og yfir sex þúsund manns fái uppsagnarbréf.

Uppsagnirnar eru í takt við stefnubreytinguna sem Satya Nadella, nýráðinn forstjóri Microsoft, hefur boðað.

Bloomberg segir að skorið verði niður víða innan Microsoft, s.s. í sölu- og markaðsdeild og víðar.

Hjá Microsoft starfa 127.104 manns. Þar af voru 30 þúsund sem fylgdu með frá Nokia.