Microsoft Corp tilkynnti afkomu sína á þriðja árshluta í dag sem endaði 31. mars sl.  Tæknirisinn hagnaðist um 5,23 milljarða dala eftir skatta á tímabilinu sem er 31% hækkun milli ára.

Peter Klein fjármálastjóri félagins sagði í tilkynningu "Við skilum sterku uppgjöri þrátt fyrir að aðstæður á markaði fyrir einmenningstölvur séu misjafnlegar, sem sýnir styrkinn og breiddinna í rekstri fyrirtækisins".

Góð sala var á Office 2010 hugbúnaðnum, Xbox leikjatölvunum og Kinect viðbótinni fyrir leikjatölvuna.

Afkoma félagsins er umfram þær væntingar sem markaðsaðilar gerðu.  Þrátt fyrir góða afkomu hafa hlutbréf félagsins lækkað um 2,32% í dag vegna ótta sérfræðinga að vörur Apple, sérstaklega IPad spjaldtölvan, muni hafa vond áhrif á afkomu Microsoft á næstu misserum.