„Microsoft er með gríðarlega stórt net samstarfsaðila en öll stærstu fyrirtækin í upplýsingatækni á Íslandi eru samstarfsaðilar okkar. Við teljum að hægt sé að tengja um 2000 störf hreint og beint við Microsoft,“ segir Heimir Fannar Gunnlaugsson, forstjóri Microsoft á Íslandi.

Heimir Fannar er lærður tölvunarfræðingur frá Svíþjóð og hefur starfað í upplýsingatæknibransanum frá því hann kláraði námið sitt árið 1996. „Þegar ég útskrifaðist úr tölvunarfræðinni þóttist ég geta orðið einhver forritari en svo kom í ljós að ég var skelfilegur forritari þannig ég ákvað að vera sölu- og markaðsmaður í staðinn“.

Samkvæmt Heimi er mikil samkeppni í upplýsingatækni og hefur hún tekið ákveðnum hamskiptum á síðustu árum. „Microsoft svaf að einhverju leyti á verðinum í ákveðinn tíma, núna er hinsvegar allt annað uppi á teningnum og er gríðarlegur kraftur til staðar til að gera vel og mjög áhugavert að taka þátt í uppbyggingu fyrirtæksins“.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .