Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur hafið viðtöku á rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin frá notendum við kaup á öppum, leikjum og öðru stafrænu efni frá Windows og Xbox. CNN greinir frá þessu.

Fyrirtækið hefur ekki gefið út sérstaka tilkynningu vegna málsins heldur birtust fréttir um málið eftir að notendur fóru að ræða það sín á milli á netinu.

Microsoft fylgir þar með í fótspor fjölmargra annarra fyrirtækja sem hafa hafið að taka við greiðslum í Bitcoin. Má þar til dæmis nefna PayPal, Dell, Amazon og Apple.