Bandarísk stjórnvöld geta ekki neytt Microsoft til að veita þeim aðgang að gagnageymslum þeirra erlendis.

Dómsúrskurði snúið við

Þetta er niðurstaða dómsúrskurðar áfrýjunarréttar sem sneri við niðurstöðu dómstóls í Manhattan árið 2014 í máli Dómsmálaráðuneytisins í Bandaríkjunum gegn Microsoft. Var málflutningur fyrirtækisins jafnframt studdur af fyrirtækjum eins og Amazon, Apple og Cisco.

Dómsmálaráðuneytið hafði ætlað sér að komast í gögn geymd á Írlandi í gegnum skýjaþjónustu, sem hluta af rannsókn sinni á dópviðskiptum.

Önnur lönd gætu krafist sama réttar

Microsoft varaði hins vegar við því að ef dómstóllinn leyfði leitarheimildinni að fara fram gætu önnur lönd farið fram á að leitarheimildir þeirra næðu til gagnageymsla í Bandaríkjunum.

Brad smith, aðallögfræðingur Microsoft sagði að niðurstaðan sýni að „Bandarísk stjórnvöld geta ekki lengur nýtt leitarheimildir einhliða til að ná í gögn í öðrum löndum og fá aðgang að vefpóstum fólk af öðrum þjóðernum.“

Sagði dómarinn, Susan Carney, að takmarkanir á hve langt leitarheimildir næðust væru nauðsynlegar til að viðhalda góðum samskiptum við aðrar þjóðir. Jafnframt sagði hún að til staðar væru leiðir til samstarfs við aðrar þjóðir í rannsóknum, þó lögregluyfirvöld kvarti oft yfir að þær séu dýrari og taki lengri tíma.