Advania tók fyrir skemmstu við verðlaunum á alþjóðaráðstefnu Microsoft sem samstarfsaðili ársins 2012 á Íslandi. Ráðstefnan er haldin undir yfirskriftinni Worldwide Partner Conference, en þar koma saman þúsundir samstarfsaðila Microsoft frá yfir 150 löndum. Verðlaunin hafa mikla þýðingu fyrir Advania og viðskiptavini fyrirtækisins. Advania er einn stærsti samstarfsaðili Microsoft í Norður-Evrópu.

Haft er eftir Gesti G. Gestssyni, forstjóra Advania, í tilkynningu, að Microsoft og Advania hafi átt í nánu samstarfi um langa hríð en af um 1.100 starfsmönnum fyrirtækisins í fjórum löndum er tæpur helmingur þeirra Microsoft-sérfræðingar. Hér á landi eru þeir um 200.