*

sunnudagur, 5. desember 2021
Innlent 4. ágúst 2016 17:07

Microsoft verðlaunar Nýherja

Upplýsingatæknifyrirtækið Nýherji hefur verið valið samstarfsaðili ársins á Íslandi af Microsoft.

Ritstjórn
Gavriella Schuster, framkvæmdastjóri hjá Micorsoft, ásamt Þorvaldi Einarssyni, Nýherja.

Upplýsingafyrirtækið Nýherji hefur verið valið samstarfsaðil ársins á Íslandi af Microsoft. Hlýtur fyrirtækið viðurkenninguna fyrir nýsköpun í þróun og sölu Microsoft lausna og innleiðingu þeirra hjá viðskiptavinum.

Um 550 manns starfa hjá fyrirtækinu

Tóku fulltrúar Nýherja við viðurkenningunni úr hendi æðstu stjórnenda Microsoft á verðlaunahátíð sem fram fór í Toronto í Kanada. Hjá Nýherja starrfa hátt í 300 manns, en dótturfélög þess eru TM Software, Tempo og Applicon, en heildarfjöldi starfsmanna hjá samstæðunni er um 550 manns.

„Viðurkenningin er okkur afar mikils virði. Hún sýnir að aukin áhersla Nýherja í Microsoft lausnum í sölu og þjónustu, auk reynslu og þekkingar starfsfólks, að fyrirtækið er á réttri leið þegar kemur að þörfum viðskiptavina okkar á þessu sviði. Við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að búa yfir frábæru teymi Microsoft sérfræðinga sem svo sannarlega geta glaðst yfir árangrinum,“ segir Þorvaldur Einarsson forstöðumaður hugbúnaðar og sérlausna hjá Nýherja í fréttatilkynningu.

Stikkorð: Microsoft Applicon Nýherji TM Software Tempo