*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 2. júní 2017 08:00

Microsoft verðlaunar Wise

Wise er útnefnt eða „Samstarfsaðili ársins á Íslandi 2017“ hjá Microsoft Corporation.

Ritstjórn
Á myndinni eru frá vinstri, Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu og markaðssviðs Wise og Hrannar Erlingsson framkvæmdarstjóri Wise.
Aðsend mynd

Wise er útnefnt „Country Partner of the Year 2017“ eða „Samstarfsaðili ársins á Íslandi 2017“ hjá Microsoft Corporation. Fyrirtækið var heiðrað ásamt fleiri samstarfsaðilum á heimsvísu fyrir þróun og útfærslu á þjónustumiðuðum lausnum sem byggðar eru á tækni frá Microsoft að því er kemur fram í tilkynningu. 

„Það er okkur mikill heiður að sæma Wise titlinum „Samstarfsaðili ársins á Íslandi 2017“. Wise hefur fært sameiginlegum viðskiptavinum okkar framúrskarandi lausnir og þjónustu og er frábært dæmi um þá yfirburði sem við sjáum eingöngu hjá okkar bestu samstarfsaðilum,“ sagði Ron Huddleston, aðstoðarforstjóri One Commercial Partner hjá Microsoft Corp.

Fyrirtækin voru valin úr hópi fleiri en 2800 samstarfsaðila í 115 löndum víðs vegar um heiminn og voru viðurkenningar veittar í nokkrum flokkum fyrir árangursríkt samstarf við Microsoft, nýsköpun, aukna ánægju viðskiptavina og ekki síst fyrir að laða að nýja viðskiptavini. 

„Það er mikill heiður og ánægja að hljóta þessa viðurkenningu frá Microsoft. Lykillinn að þessum árangri og velgengni Wise ásamt vexti á markaðnum er frábært starfsfólk. Wise býður viðskiptavinum sínum um allan heim ráðgjöf við þróun, innleiðingar og hönnun sérlausna auk staðlaðra kerfa svo sem launa, banka, innheimtu, verkbókhalds, sjávarútvegs og sveitarfélaga. Við einbeitum okkur að Dynamics NAV og sérlausnum okkar fyrir flestar greinar atvinnulífsins.  Öll fyrirtæki stór og smá geta nú nýtt sér ýmsar leiðir svo sem áskrift að hugbúnaði í Microsoft Azure skýinu eða geta rekið eigin hugbúnað á hefðbundinn hátt.  Samþætting við Office 365, Power BI og Wise Analyzer gerir lausnaframboð Wise einstakt og er stór þáttur í því að við vinnum þessi verðlaun nú í 4ða skiptið”, segir Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölu- og markaðssviðs Wise.

Stikkorð: Microsoft Wise Samstarfsaðili