*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Erlent 10. september 2014 15:18

Microsoft vill kaupa Minecraft

Microsoft er í samningaviðræðum um kaup á sænska fyrirtækinu Mojang AB fyrir 2 milljarða dollara.

Ritstjórn

Microsoft er í alvarlegum samningaviðræðum um kaup á sænska tölvuleikjafyrirtækinu Mojang AB. Wall Street Journal greinir frá þessu.

Mojang er fyrirtækið á bakvið tölvuleikinn vinsæla Minecraft. Kaupverð er talið nema 2 milljörðum bandaríkjadala og gætu samningar verið undirritaðir fyrir lok vikunnar.

Minecraft er gífurlega vinsæll tölvuleikur þar sem spilendur leiksins verja oft dágóðum hluta dagsins í leiknum. Microsoft sér ákveðinn hag í þessu og telur mögulegt að lokka þessa spilendur til Xbox One leikjatölvunnar, en sala hennar hefur verið undir væntingum.

Fram kemur að sala fyrirtækisins sé óvænt þar sem Markus Peterson, stofnandi Mojang, hafi áður slegið öll tilboð frá sér og talað opinberlega gegn stórum tæknifyrirtækjum, þ.á.m. Microsoft.

Stikkorð: Microsoft Majong Minecraft