Aðgangsmiðar á leik íslenska fótknattleiksliðsins við það franska í 8-liða úrslitum evrópumeistarakeppninnar eru nú uppseldir. Miðarnir voru til sölu á vef UEFA í dag en út frá mælikvörðum á vefsíðunni má ætla að aðeins um þúsund miðar hafi verið í boði til kaupa gegnum síðuna.

Eins og sjá má í tístum Knattspyrnusambandsins hér að neðan má ætla að aðrar leiðir hafi verið í boði en gegnum meginvefsíðu UEFA. Þá eiga stuðningsmenn Íslands að fá forgang að miðakaupum í 8-liða úrslitin. Þá eiga þeir stuðningsmenn sem keyptu miða á fyrstu leiki Íslands að fá tölvupóst með frekari upplýsingum um hvernig má nálgast miða.