Miðbaugs-Gínea er eitt af minnstu ríkjum Afríku, en stórar olíulindir uppgötvuðust í landinu árið 1996. Hagnýting þeirra hefur aukið tekjur ríkisins umtalsvert.

Um 97% af útflutningi landsins eru olía og olíuafurðir. Verg landsframleiðsla er ein sú hæsta í heimsálfunni, en árið 2016 nam verg landsframleiðsla á mann 38.700 dollurum.

Landið er nú nýjasti meðlimur OPEC og gengur þar með í raðir annara ríkja sem eru afar háð olíuvinnslu. Má þar helst nefna Sádi-arabíu, Katar og Íran.

Miðbaugs-Gínea er þó minnsta ríkið í OPEC hvað framleiðslu varðar og framleiðir um 300.000 föt á dag.