Helstu breytingar á fylgi flokka í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup á fylgi flokka ef kosið yrði nú til Alþingis, frá síðustu mælingu félagsins. er sú að Miðflokkurinn og Píratar bæta við sig rúmlega prósentustigi hvor.

Að sama skapi minnkar fylgi Samfylkingarinnar um rösklega prósentustig. Nær 13% segjast myndu kjósa. Miðflokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag, rúmlega 10% Pírata og næstum 16% Samfylkinguna.

Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-0,9 prósentustig. Næstum 22% þeirra sem taka afstöðu segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 14% Vinstri græn, nær 11% Viðreisn, nálægt 8% Framsóknarflokkinn, nær 4% Flokk fólksins og 3% Sósíalistaflokk Íslands.

Tæplega 12% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og 10% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp. Um helmingur þeirra sem taka afstöðu segist styðja ríkisstjórnina, eða 49,8% aðspurðra. Það er samt sem áður meira en fylgi flokkanna í ríkisstjórninni samanlagt sem er 43,1%.

Hér má sjá fylgi hvers flokks miðað við könnunina nú:

  • Sjálfstæðisflokkurinn 21,7%
  • Samfylkingin 15,8%
  • Vinstrihreyfingin-grænt framboð 13,6%
  • Miðflokkurinn 12,9%
  • Viðreisn 10,8%
  • Píratar 10,3%
  • Framsóknarflokkurinn 7,8%
  • Flokkur fólksins 3,9%
  • Aðrir flokkar og framboð 3,2%