*

þriðjudagur, 21. september 2021
Innlent 25. september 2020 11:11

Miðgildi launa 665 þúsund í fyrra

Meðallaun voru 754 þúsund. Annar hver launamaður var milli 533 og 859 þúsund.

Júlíus Þór Halldórsson
Miðgildislaun skrifstofufólks voru 558 þúsund krónur á mánuði í fyrra.
epa

Helmingur launafólks í fullu starfi var með heildarlaun á bilinu 533-859 þúsund í fyrra. Meðallaun voru 754 þúsund fyrir 182,9 greiddar stundir. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar.

Lægsta launatíundin var með undir 432 þúsundum og hækkaði um 4,1% milli ára, miðgildislaun voru 665 þúsund og hækkuðu um 4,4%, og hæsta tíundin yfir 1.128 þúsund sem er 3,3% aukning. Miðgildi greiddra vinnustunda var 176,9 og lækkaði um tæpa hálfa stund milli ára.

Séu tölurnar skoðaðar eftir starfsgreinum voru miðgildislaun stjórnenda 1.048 þúsund, sérfræðinga 745 þúsund, tækna og sérmenntaðra 697 þúsund, skrifstofufólks 558 þúsund, þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk 524 þúsund, iðnaðarmenn 713 þúsund, véla- og vélgæslufólk 621 þúsund og ósérhæft starfsfólk 474 þúsund.

Stikkorð: Hagstofan