Miðlari með framvirka samninga var handtekinn í Bretlandi í dag vegna meintra tengsla hans við hrun á Dow Jones hlutabréfavísitölunni árið 2010 sem nefnt hefur verið „flash crash“. Bloomberg greinir frá þessu.

Hrunið átti sér stað þann 6. maí árið 2010 þegar Dow Jones hlutabréfavísitalan féll um 1.000 punkta á nokkrum mínútum og reis aftur stuttu síðar. Síðan hrunið átti sér stað hefur átt sér stað víðamikil rannsókn á því hvort um stórfellda markaðsmisnotkun hefur verið að ræða.

Miðlarinn heitir Navinder Singh Sarao og er breskur ríkisborgari en bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að hann verði framseldur þangað til lands.