Eftir fjölda funda milli aðila í Doha, höfuðborgar Sádí-Arabíu og Moskvu, höfuðborgar Rússlands, náðist samkomulag um að Rússar skyldu gerast aðilar að samkomulagi OPEC um að minnka olíuframleiðslu. Samkomulaginu var náð um miðja nótt eða um klukkan 2 eftir miðnætti af Alexander Novak, orkumálaráðherra Rússa og Khalid Al-Falih, orkumálaráðherra Sádí-Arabíu. Fréttastofa Bloomberg greinir frá.

Novak lofaði því að Rússar myndu ekki einungis halda olíuframleiðslu sinni stöðugri, heldur myndu þeir minnka hana um allt að helming, rétt eins og OPEC ríkin vonuðust eftir. Í kjölfarið pressaði Al-Falih á OPEC-ríkin að gefa upp tölur um að hve miklu leyti olíuframleiðsla þeirra yrði minnkuð.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um áður þá náðu OPEC ríkin í kjölfar samkomulagi um að minnka olíuframleiðslu um 1,2 milljónir olíuföt á dag niður í 32,5 milljónir. Rússar féllust á það að minnka olíuframleiðslu um 600 þúsund föt á dag í kjölfar yfirlýsingar OPEC ríkjanna. Hingað til hefur samkomulagið haft jákvæð áhrif á markaði og þá sérstaklega á olíuverð sem fór yfir 50 dollara á fatið.