Miðaverð á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur hækkað mikið milli ára. Miðaverð fyrir alla helgina er 16.900 í ár en var 13.900 í fyrra. Hækkunin nemur því um 22% milli ára.  Ef aðeins er mætt á sunnudeginum kostar 8.000, en það kostaði 6.000 í fyrra.

Þjóðhátíðarnefnd Vestmannaeyja ákvað að hækka miðaverðið á þjóðhátíð, meðal annars til að draga úr aðsókn að hátíðinni.

Í fyrra mættu um 17.000 manns á hátíðina sem var sú fjölmennasta frá upphafi.  Talið er að velta hátíðarinnar hafi numið 7-800 milljónum króna.

Vefur Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum.