Miði.is hefur opnað miðasölufyrirtækið Bilet.ro í Rúmeníu. Miði.is hefur unnið að þessu verkefni frá því snemma árs 2006 og bindur miklar vonir við þau tækifæri sem eru að skapast í Rúmeníu segir í frétt félagsins.

Miði.is annast þjónustu og uppsetningu miðasöluhugbúnaðs og greiðslulausnar, bæði fyrir afgreiðslustaðina og vefinn www.bilet.ro.

Miðasala mun verða með svipuðum hætti og hjá Miða.is, þ.e. á vefnum og í samstarfi við valdar verlsanir. Nú þegar hefur Bilet.ro sett upp 10 afgreiðslustaði í Búkarest og á lykilstöðum utan höfuðborgarinnar, en áætlað er að þeim mun fjölga í yfir 60 staði fyrir enda árs 2007. Bilet.ro hefur gengið til samstarfs við þá aðila sem hingað til hafa verið leiðandi við dreifingu og sölu miða í Rúmeníu.

Bilet.ro mun þjónusta atburðarhaldara við miðasölu líkt og hér en bilet.ro hefur selt miða á tónleika Rolling Stones, Therapy, Tori Amos ásamt Bucharest Challenge svo eitthvað sé nefnt.

Rúmenski miðasölumarkaðurinn telur 23.000.000 manns og er spáð aukningu í miðakaupum landans allt að 30-40% á ári, næstu 3 árin. Rúmenía gekk í Evrópusambandið núna um áramótin.