Stjórnendur 365 miðla þurftu að bjóða Mikael Torfasyni um 1,8 milljónir króna í mánaðarlaun til að fá hann til að segja upp á Fréttatímanum og setjast í stól ritstjóra Fréttablaðsins í gær. DV segir launakjör Mikaels um fjögur- til fimmföld laun blaðamanna á Fréttablaðinu. Til samanburðar var Ólafur Stephensen, sem er ritstjóri Fréttablaðsins með Mikael, með tæpar 1,5 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra.

Til að gefa einhverja mynd af launum Mikael þá kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar í fyrra að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins var með 2.063 þúsund krónur í laun á mánuði árið 2011. Hinn ritstjóri blaðsins, Haraldur Jóhannesen, var með 1.565 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þá var Freyr Einarsson, ritstjóri Vísis og Stöðvar 2, með 1.494 þúsund í laun á árinu og Ólafur Stephensen með 1.457 þúsund.

Í tekjublaðinu kemur fram að laun Mikaels námu á sama tíma, þ.e. árið 2011, 143 þúsund krónum.