Rithöfundurinn Mikael Torfason hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttatímans og mun stýra því með Jónasi Haraldssyni. Jónas tók við starfinu af Jóni Kaldal í apríl. Mikael hefur víða komið við í fjölmiðlum. Hann ritstýrði m.a. DV um skeið með Jónasi Kristjánssyni. Þeir sögðu báðir upp störfum í janúar árið 2006.

Ráðningin er hluti af endurskipulagningu Fréttatímans. Í henni felst að auglýsingastjórinn Valdimar Birgisson tekur við starfi framkvæmdastjóra af Teiti Jónassyni. Teitur verður áfram útgefandi og útgáfustjóri.

Valdimar sagði í samtali við vb.is ekki fleiri breytingar í bígerð á ritstjórn blaðsins.