„Margar ákvarðanir sem ég tók voru svona nokkuð réttar og aðrar eflaust afleitar. Það er svona eins og gengur og gerist,“ skrifar Mikael Torfason, fyrrverandi aðalritstjóri 365 miðla á Facebook-síðu sinni í dag í kjölfar þess að greint var frá því að hann hafi hætt störfum.

Mikael skrifar:

„Kæru vinir. Eins og lesa má á flestum miðlum þá er ég hættur hjá 365. Mikið ósköp er ég þakklátur fyrir allt það góða fólk sem ég kynntist. Margar ákvarðanir sem ég tók voru svona nokkuð réttar og aðrar eflaust afleitar. Það er svona eins og gengur og gerist. Þessum kafla er lokið. Hann var snarpur og kannski svoldið eins og eldgos í Dyngjujökli. Þetta var enginn Eyjafjallajökull en gaman auðvitað. Nú tekur við nýr kafli. Við ljúkum þessu á ljóði eftir Örlagabörnin. Þetta er óður til reikninga.“

Með færslunni birtir hann myndband með laginu Bills, bills, bills með Destiny's Child.