Beiðni Mikhail Khordokovsky fyrrum forstjóra Yukos olíufyrirtækisins um náðun hefur verið hafnað af dómstóli í Síberíu.     Khordokovsky sem er 45 ára gamall afplánar átta ára dóm vegna skattalagabrot og skjalafals. Forstjórinn segist vara fórnarlamb pólitískra ofsókna stjórnvalda í Rússlandi.   Dómarinn sem hafnaði beiðni segir að Knordokovsky hafi sýnt lítinn vilja til samstarfs og ekki tekið þátt í endurhæfingarnámskeiðum sem boðið er upp á í fangelsinu.