Hlutabréf lækkuðu nokkuð í Evrópu í dag en þó ekki jafn mikið og leit út fyrir í morgun.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði um 1,8% í dag en hafði í morgun lækkað um tæp 6%. Vísitalan hefur þó ekki verið lægri frá því í maí árið 2003 eða um fimm og hálft ár.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 0,38%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 3,6% en í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 0,9% eftir að orðrómur fór í gang um að bílaframleiðandinn Porche myndi yfirtaka þýska bílaframleiðandann Volkswagen.

Í París lækkaði CAC 40 vísitalan um 4% og í Sviss lækkaði SMI vísitalan um3,1%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 3,4%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 3,5% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 4,4%.

Viðsnúningur í Bandaríkjunum

Eftir að markaðir höfðu opnað rauðir í Bandaríkjunum í dag hafa þeir nú hækkað.

Þannig hefur Nasdaq vístalan nú hækkað um 0,3%, Dow Jones um 1,5% og S&P 500 um 0,8%.