Gengi krónunnar styrktist um 2,5% í dag, en vísitala opnaði í 127,9 stigum og stóð í 124,6 stigum við lokun markaða.

Í gær birtist skýrsla um fjármálastöðugleika á Íslandi sem kynnt var í New York í gær. Í Hálffimm fréttum KB banka segir að svo virðist sem skýrslan hafi haft mjög jákvæð áhrif á markaðinn og fullvissað marga erlenda fjárfesta um að sú neikvæða umræða sem Ísland hefur orðið fyrir á liðnum tveimur mánuðum hafi verið of hávær á köflum. Að auki virðist markaðurinn búast við skýrsla Seðlabankans um fjármálastöðugleika sem birtist eftir lokun markaða í dag hafi jákvæð áhrif segir greiningardeild KB banka.