»Í Hagskinnu Hagstofu Íslands má finna atvinnuskiptingu landsmanna allt aftur til ársins 1801 en DataMarket hefur gert þessar upplýsingar aðgengilegri á vefsíðu sinni. Þar kemur fram að um 1801 störfuðu flestir Íslendingar við landbúnað eða 86,4%. Hlutfallið fór síðan ört minnkandi eftir 1870 í takt við aukin umsvif í þjónustugreinum og iðnaði og var komið í 4,95% árið 1990.

Hlutfall landsmanna sem störfuðu við fiskveiðar breyttist hins vegar tiltölulega lítið. Árið 1801 voru 6,02% starfandi við fiskveiðar. Hæst fór það hlutfall í 15,7% árið 1910 en var orðið 5,6% árið 1990.

Atvinnuskiptingu landsmanna á árunum 1801-1990 má sjá hér .