Mikið líf hefur verið á hlutabréfamarkaðinum í dag og töluverðar hækkanir og lækkanir hafa átt sér stað.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,61% og er 6.627,93 stig.

Avion Group hefur hækkað mest, eða um 4,90%. Það er vegna kaupa félagsins á franska leiguflugfélaginu Star Airlines. Kögun hækkaði um 3,86% í kjölfar kaupa Símans á 26,94% eignarhlut í félaginu og Tryggingamiðstöðin hækkar um 3,45% en félagið birti ársuppgjör í dag og skilaði met hagnaði. Félagið hækkaði um 10% í gær.

Bakkavör Group hefur lækkað um 3,17%, FL Group hefur lækkað um 2,49% og Marel hefur lækkað um 2,22%.