Mitsubishi Motors hefur tilkynnt um gríðarlegt tap á fyrsta ársfjórðungi reikningsársins, sem endaði í júní, eða 285 milljónir dollara. Fyrirtækið er eini japanski bílaframleiðandinn sem ekki skilar hagnaði.

Mitsubishi Motors hefur þurft að glíma við hneyklismál undanfarna mánuði eftir að greint var frá því að reynt hefði verið að leyna framleiðslugalla í vörubílum til að komast hjá innköllun. Vegna þessa hefur salan í Japan dregist saman um 50% þrjá mánuði í röð.