Stjórnendur írska verðbréfafyrirtækisins Merrion Capital fara fyrir hópi fjárfesta sem hafa keypt 84% hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Ætlun þeirra er að eignast 100%, að því er segir í frétt Reuters.

Í fréttinni kemur fram að stjórnendurnir greiddu nálægt 30 milljónum evra fyrir 84% hlutinn, sem sé mikill afsláttur frá þeim 90 milljónum evra sem Landsbankinn hafi greitt þegar hann hafi keypt bréfin árið 2005. Samkvæmt þessu er sölutapið um 60 milljónir evra eða nærri 9 milljörðum króna miðað við gengið í dag.

Merrion var stofnað árið 1999 og þar starfa 100 manns.