Mikið um úthringingar vegna aðalfundar  Byrs sem verður haldinn á morgun kl. 16.00 á Hilton Nordica. Tvær fylkingar takast á um völd í félaginu og hefur verið mikið um úthringingar vegna þess. Núverandi stjórnarformaður, Jón Þorsteinn Jónsson, er ekki í framboði.

Nýtt framboð undir forystu Harðar Arnarssonar, fyrrverandi forstjóra Marels, hefur boðið fram á móti lista núverandi stjórnar. Þrátt fyrir að tveir listar séu í boði sjá menn ekki mikinn mun á framboðunum. Talsverð óvissa ríkir þó um hvort framboðið nýtur meiri hylli.

Bæði framboðin hyggjast berjast fyrir því að sjóðurinn geti haldið áfram sjálfstæðum rekstri og að ekki þurfi að koma til framlag ríkissjóðs. Til þess að það geti orðið þarf að semja við erlenda kröfuhafa.