Undirbúa þurfti 14 milljónir máltíða á Ólympíuleikunum í London. Þeim lýkur nú í kvöld.

Undirbúningur hafði tekið 5 ár en með með vinnunni var verið að leggja nýjar línur varðandi veitingaþjónustu á stórum viðburðum sem þessum.

Magnið á því ekki að koma niður á gæðunum en slíkt var víst vandamál á sumarleikunum í Peking árið 2008. Á leikunum í ár var reynt að nýta sem mest hráefni í landinu og samsetning máltíðanna vel út hugsuð.

Talið er að íþróttamennirnir hafi þurft 1,2 milljónir máltíða en veitingaþjónustan er á 44 stöðum.

Þetta kemur frá á vef The DailyBeast.