„Mér leiðist eftirsjá og ég mat það því sem svo að ef ég myndi ekki láta á þetta reyna myndi ég alltaf sjá eftir því,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem nýverið lét af störfum í markaðsdeild N1 til að stofna sitt eigið fyrirtæki, Ysland. Fyrirtækið mun fyrst og fremst sjá um markaðssetningu-og kynningu, viðburðahaldi og hugmyndavinnu í afþreyingariðnaði.

„Ég á að baki um 20 ára reynslu á þessu sviði og fannst það spennandi að hella í mér þetta af fullum krafti,“ segir Jón Gunnar í samtali við Viðskiptablaðið. Hann starfaði m.a. um níu ára skeið sem markaðsstjóri hjá Senu og þekkir því afþreyingariðnaðinn vel.

Aðspurður um það hvað hafi orðið til þess að hann hafi núna ákveðið að stofna sitt eigið fyrirtæki í kringum þessa starfsemi og helga sig því alfarið að þessu segir Jón Gunnar að svo virðist sem nóg sé af spennandi verkefnum framundan.

Viðtal við Jón Gunnar birtist í síðasta tölublaði Viðskiptablaðsins 20. september. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .