„Það var mjög gaman að spila fyrir Borgnesinga og aðra sem þarna voru komnir.  Stemmningin var góð og greinilega góður andi í stöðinni. Ég var ekkert stressaður því strákarnir í hljómsveitinni eru traustir," segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1 og gítarleikari hljómsveitarinnar Heavy Metan.

Hljómsveitin steig á stokk í tilefni opnunar nýrrar þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi á föstudaginn. Mikil stemming var á staðnum og heilmikil dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Húsnæðinu hefur verið breytt mikið sem áður hýsti verslunina Hyrnuna. Í nýrri þjónustustöð sameinast undir einu þaki bensínstöð, verslun og veitingastaður. Þjónustumiðstöð N1 í Borgarnesi er sú stærsta við Hringveginn sem N1 rekur.

Börnum var boðið upp á andlitsmálningu, pylsur og blöðrur.
Börnum var boðið upp á andlitsmálningu, pylsur og blöðrur.

N1 undirritar stuðningssamning við Skallagrím.
N1 undirritar stuðningssamning við Skallagrím.

Þjónustustöðin.
Þjónustustöðin.