Það gjaldeyrisinnflæði sem verið hefur ríkjandi á gjaldeyrismarkaði á árinu er komið til vegna gríðarlegs vaxtar í ferðaþjónustu, og er því líklegt að ef hans nyti ekki við væri hætt við að krónan hefði veikst töluvert. Þetta kemur fram í grein á vef Greiningar Íslandsbanka.

Þar segir að ekki sé hægt að segja að vöruskipti við útlönd hafi skapað neitt nettóinnflæði í gjaldeyri á árinu, enda bendir allt til þess að afgangur af þeim verði lítill ef nokkur þetta árið. Þó telur Greiningin réttara að horfa í heild á vöru- og þjónustujöfnuð fremur en skoða þessa þætti aðskilda, enda er þróunin á milli þeirra á þá leið að vaxandi hluti vöruinnflutnings hefur þann tilgang að afla aukinna þjónustutekna. Má þar nefna fjárfestingu í flutningatækjum, aukin eldsneytiskaup og stækkandi hluta innfluttrar neysluvöru.

Greininguna má nálgast í heild sinni hér .