*

fimmtudagur, 28. maí 2020
Innlent 8. október 2016 10:10

Mikið högg fyrir útflutningsfyrirtæki

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir mikla styrkingu krónunnar að undanförnu koma illa við fyrirtækið.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji er eitt fjölmargra útflutningsfyrirtækja í landinu sem hafa fundið áþreifanlega fyrir styrkingu krónunnar að undanförnu en félagið selur m.a. mikið af afurð- um sínum til Englands. Forstjóri fyrirtækisins, Þorsteinn Már Baldvinsson, gagnrýnir sérstaklega vaxtastefnu Seðlabankans og segir aðstæðurnar erfiðar.

London mikilvægasti markaður Íslendinga

„England er og hefur verið mikilvægasti markaður Íslendinga hvað varðar frosnar þorskafurð- ir í gegnum árin. Fyrirtæki hafa verið að vinna samkvæmt mislöngum samningum við breska kaupendur og okkar hafa verið langir eða allt að 9 mánuðir og við vitum því ekki endilega um hvaða verð okkur tekst að semja í nýjum samningum. Við höfum að jafnaði verið að fá um 5 til 5,50 pund fyrir kílóið af afurðum en það gefur auga leið að þegar krónan styrkist svona umtalsvert gagnvart pundinu þá minnka tekjur okkar mikið. Þrátt fyrir að við höfum hækkað afurðaverð okkar nokkuð hefur styrkingin leitt til þess að við erum að fá um 250-300 krónum minna fyrir kílóið af afurðum í dag en við gerðum í ágúst í fyrra þegar við fengum pundið fyrir 210 krónur.

Þetta eru alveg gríðarlega háar tölur fyrir þetta svæði sem er okkar langstærsti þorskmarkaður. Það gefur því auga leið að þetta er gríðarlegt högg fyrir íslenskan sjávarútveg og ég fæ ekki séð að þessum gengissveiflum verði náð til baka með hækkuðu afurðaverði. Ég tel enga möguleika á því,“ segir Þorsteinn Már.

Mikið högg samhliða launahækkunum

Þorsteinn bendir á að á sama tíma og gengisbreytingarnar gera fyrirtækjum á borð við Samherja erfitt fyrir hafi launakostnaður einnig hækkað verulega. Um sé því að ræða mikla breytingu á rekstrargrundvelli sjávarútvegsins í heild.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið á pdf-formi undir hlekknum Tölublöð.