Fyrr í dag var greint frá því að Orkustofnun hefði synjað kerfisáætlun Landsnets fyrir tímabilið 2016 til 2025. Hægt er að lesa um ákvörðun Orkustofnunar hér.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að það sé ekki ljóst hvaða áhrif synjunin muni hafa, en að sérfræðingar Landsnets muni setjast niður með Orkustofnun á næstu dögum og ræða málið. Enn fremur munu sérfræðingarnir skoða hver næstu skref eru og „finna lausn enda mikið í húfi,“ samkvæmt svörum upplýsingafulltrúans.

Fyrir ríflega ári síðan sagði forstjóri Landsnets, Guðmundur Ingi Ásmundsson í samtali við Viðskiptablaðið , að Landsnet hygðist leggja í 35 milljarða króna fjárfestingu í raforkuflutningskerfinu á næstu þremur árum. Hefði þetta verið mikil aukning þar sem að á síðustu tveimur árum á undan því var samtals fjárfestir fyrir um 8 til 9 milljarða króna.