Velta á skuldabréfamarkaði nam 7,5 milljörðum. Þar af voru tæplega 5,3 milljarðar með óverðtryggð og 2,2 milljarðar með verðtryggt.

Mest viðskipti voru með bréf í flokknum HFF 14, sem eru verðtryggð skuldabréf Íbúðalánasjóðs. Ávöxtunarkrafa á bréf í þeim flokki hækkuðu um 17 punkta. Næst mest velta var með bréf í flokknum RIKB 15 og hækkaði ávöxtunarkrafan um 14 punkta.

Veltan á hlutabréfamarkaði nam tæplega 1,9 milljarði. Eins og svo oft áður var mest veltan með bréf í Icelandair og hækkuðu bréfin um 1,77%. Velta með bréf í Marel nam 337 milljónum og hækkaði gengi bréfa um 2,21%.