Alls var 12,6 milljarða króna samanlögð velta á hlutabréfa- og skuldabréfamörkuðum Kauphallarinnar í dag, samanborið við rúmlega tíu milljarða veltu í gær . Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,2% í 4,4 milljarða króna veltu á hlutabréfamarkaði og stóð í 3.070 stigum við lokun Kauphallarinnar í dag.

Eimskip hækkaði mest allra félaga eða um 3,5% í 474 milljóna króna veltu. Eimskip hefur nú hækkað um tæp 16% á undanförnum mánuði.

Fasteignafélagið Reitir hækkaði næst mest eða 1,5% í 840 milljóna króna veltu. Reginn hækkaði einnig um 0,6% en Eik lækkaði hins vegar um 0,6%. Aðalfundur Eikar fór fram í gær og var þar kjörin ný stjórn .

Kvika banki lækkaði mest allra félaga eða um 2,6% í 571 milljón króna veltu. Þrátt fyrir það hefur Kvika, sem sameinaðist TM í byrjun apríl, hækkað um meira en 30% í ár. Mesta veltan var með hlutabréf Arion banka lækkuðu einnig um 0,4% í 859 milljóna króna viðskiptum.