Bandaríska stórblaðið The New York Times tapaði 24,2 milljónir dala, 2,9 milljörðum íslenskra króna,á þriðja ársfjórðungi.

Er það mikill viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra, þegar hagnaður nam 2,7 milljónum dala, eða um 320 milljónum.

Viðsnúningurinn er skýrður með minni auglýsingasölu. Samdráttur í auglýsingasölu í blaðinu nam 1,6% milli ára en 3,4% á vef þess.

Áskrifendum blaðsins hefur fjölga um tæp 30% milli ára og eru þeir nú um 730 þúsund.