Danski vindmylluframleiðandinn Vestas, sá stærsti í heimi, tapaði 1,1 milljarði danskra króna fyrstu þrjá mánuði ársins, um 20 milljörðum íslenksra króna. Börsen greinir frá.

Greiningaraðilar bjuggust við tapi en ekki svona miklu. Fjárstreymi félagsins hefur hins vegar batnað frá sama tíma í fyrra.

Forstjóri félagsins segir þó bjartara framundan og fyrir liggjandi stórar pantanir.

Hlutabréf Vestas hafa hrunið í verði á siðustu þremur árum, eða um 82%. Verðið hefur rétt úr sér síðustu tólf mánuði og hefur hækkað um 22%.