Nærri 360 milljóna króna tap á rekstri Ríkisútvarpsins (RÚV) kemur á óvart, að mati Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra. Hann sagði í viðtali í RÚV í morgun það alvarlegt mál þegar áætlanir gangi ekki eftir og kallar eftir skýringum frá formanni stjórnar RÚV.

Fram kom í tilkynningu frá RÚV til Kauphallarinnar í gærkvöldi að gert sé ráð fyrir 357 milljóna króna tapi á þessu rekstrarári. Það er mun meira en gert var ráð fyrir. Þá sagði í tilkynningunni að stjórn RÚV hafi óskað eftir óháðri úttekt á fjármálum RÚV. Seint á síðasta ári var miklum fjölda starfsmanna sagt upp vegna taprekstursins.

Yfirmenn RÚV boðuðu í gær til fundar með starfsmönnum klukkan tíu á Markúsartorgi í dag.