Tap af rekstri Ríkisútvarpsins á yfirstandandi rekstrarári er áætlað að verði 357 milljónir króna. Þar af er tapið 305 milljónir fyrstu sex mánuði tímabilsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnar Ríkisútvarpsins til kauphallarinnar.

Stjórn Rúv hefur ákveðið að fram fari óháð úttekt á fjármálum félagsins.

Uppfærð rekstraráætlun Ríkisútvarpsins ohf. var kynnt á fundi stjórnar sem fram fór í dag. Tapið er um 100-150 milljónum meira áður var gert ráð fyrir þegar niðurskurður fór fram í lok nóvember. Í upphaflegri áætlun var gert ráð fyrir að rekstur félagsins væri nærri 0.

Tapið hefur þau áhrif á eigið fé félagsins, að það fer undir 8% mörk sem skilgreind eru í lánasamningum sem það RÚV hefur gert.

Í tilkynningunni kemur fram að RÚV hafi upplýst viðskiptabanka sinn um stöðuna og átt jákvæð samskipti um áframhaldandi samstarf.