Tap WOW air á árinu 2014 nam 560 milljónum eftir skatta. Á fyrri helmingi ársins nam tap félagsins 618 milljónum eftir skatta á meðan seinni helmingur ársins skilaði 58 milljónum í hagnað eftir skatta.

Í tilkynningu frá félaginu segir að tapið skýrist af því að félagið neyddist til að hætta við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku í byrjun árs 2014 en WOW air fékk ekki úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma í Keflavík.

Tekjur WOW námu 10,7 milljörðum króna miðað við 9,9 milljarða árið áður, en þetta er aukning um 8,1%.

EBITA ársins var neikvæð um 536 milljónir króna og eins og áður sagði var bókfært tap félagsins 560 milljónir.