Landsframleiðsla dróst samanum 0,1% á fyrsta fjórðungi ársins, þrátt fyrir því að spáð hafi verið að landsframleiðsla á árinu öllu yrði 2,7%. Hagfræðideild Landsbankans telur að skýringuna megi rekja til verri aflabragða í loðnuveiðum og minni álútflutnings. Spurningin er hins vegar sú hvaða áhrif dræm loðnuveiði mun hafa á afkomu útgerðarfyrirtækjanna í ár og hvort betri veiði í öðrum tegundum geti vegið upp á móti dræmri loðnuveiði.

„Við vitum að þorskur á eftir að koma sterkur inn aftur. Það er ekkert sem bendir til annars,“ segir Daði Már Kristófersson, sérfræðingur í auðlindahagfræði, við Háskóla Íslands. Hann bendir þó á að verðþróunin í þorski á heimsmarkaði sé óviss og þorskurinn hafi verið að lækka.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .