Ætla má að um 300 megawött séu til af ónýttri orku í landinu, samkvæmt upplýsingum RÚV. Fréttastofan sagði í hádeginu að Norðurál þurfi að tryggja 300 megawött í fyrirhugað álver í Helguvík. Flutningskerfið mun hins vegar vera flöskuháls og ekki hægt að flytja orkuna á Reykjanes eins og flutningskerfið er í dag.

RÚV sagði m.a. að árið 2011 hafi verið hægt að framleiða 2.500 megawött. Mesta notkunin á þeim tíma reyndist vera 2.200 megawött og þýði það að 300 megawött voru ekki nýtt.