Tjón af völdum jarðskálftans í Christchurch, næst stærstu borg Nýja Sjálands, er gríðarlegt. Talið er að kostnaður vegna skjálftans verði meiri en við síðasta jarðskjálfta sem reið yfir í september sl. Kostnaður vegna þess skjálfta er metin á 5,5- 6 milljarða dala, að því er Bloomberg fréttaveita segir. Að minnsta kosti 65 manns létust í jarðskjálftanum nú og fleiri er saknað. Jarðskjálftinn er sá mannskæðasti í landinu í 80 ár.

Tekist hefur að bjarga um 120 manns úr rústunum en háhýsi og byggingar hrundu við skjálftann. Skjálftinn var af stærðinni 6,3 og átti upptök sín um 10 kílómetrum frá borginni á aðeins fjögurra kílómetra dýpi.

Eins og fyrr segir er tjón af völdum skjálftans nú talið mun meira en tjónið sem hlaust í september. Enn þykir of snemmt að meta hvert tjónið er en nær öruggt er talið að það sé meira en 6 milljarðar dala, að því er Bloomberg greinir frá.