„Höftin hamla því að gengi krónunnar hreyfist mikið vegna frétta af efnahagsmálum. Það sem gjaldeyrismarkaðurinn hefur ekki gert eftir hrun er að endurspegla væntingar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Krónan hefur

© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
veikst um 0,6% það sem af er degi. Gengisvísitalan stendur í rúmum 234 stigum sem er svipuð staða og um áramótin. Gengisveikingin hefur verið nokkuð sleitulítil frá í byrjun desember. Þegar EFTA-dómstóllinn sýknaði Ísland í Icesave-málinu gegn ESA í gær hreyfðist gengi krónunnar ekki neitt.

Jón Bjarki segir talsvert þurfa til að hreyfa við krónunni á markaðnum og sé líklegasta ástæða veikingarinnar í dag annað hvort útflæði vegna umfangsmikils innflutnings upp á nokkrar milljónir evra eða gjaldeyriskaup í aðdraganda stórra gjalddaga á erlendum lánum. Ekki kemur í ljós fyrr en á föstudag hvert umfang gjaldeyrisviðskiptanna var í dag.

Þrír stóri gjalddagar eru framundan í apríl og maí þegar Kópavogur og Orkuveita Reykjavíkur þurf að greiða af erlendum lánum sínum. Því til viðbótar eru stutt ríkisbréf á gjalddaga en erlendir aðilar eiga hluta þeirra.