Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist sjá til lands með að samningur náist við Evrópusambandið um útgöngu landsins úr sambandinu, sem til stendur að gangi í gegn nú um mánaðarmótin. BBC segir frá .

Náist samningar á leiðtogafundi í Brussel í vikunni mun breska þingið ganga til atkvæða um niðurstöðuna næstkomandi laugardag, á aukafundi sem boðaður hefur verið í þeim tilgangi.

Johnson áréttaði þó að mikið verk væri enn fyrir höndum, en viðræður milli embættismanna beggja hliða standa enn yfir, og hefur verið lýst sem „áköfum“ og tæknilegum.

Verkamannaflokkurinn bíður átekta enn sem komið er, en hefur gefið út að verði eitthvað „skaðlegt“ lagt til muni hann leggjast gegn því.