Fermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á Íslandi er 3,8 fermetrar á hvern íbúa en það er töluvert mikið á alþjóðlegan mælikvarða, að því er fram kemur í Árbók verslunarinnar 2013. Þar er fermetrafjöldinn settur í samhengivið niðurstöðurskýrslu McKinsey & Company um íslenska hagkerfið sem kom út í lok árs 2012.

Þar kemur fram að meðalfermetrafjöldi verslunarhúsnæðis á mann í Bretlandi og á Norðurlöndunum er um 2,1 fermetri á mann, eða rúmur helmingur af fermetrafjölda á mann hérlendis. Þar var bent á að framleiðni í íslenskri verslun væri ábótavant.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.