*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 12. júlí 2017 20:10

Mikil áhersla á upplifun

Framleiðendur Himbrima gins hafa innréttað nýja smökkunarstofu sem er staðsett við Lækjartorg.

Pétur Gunnarsson
Eva Björk Ægisdóttir

Framleiðendur Himbrima ginsins hafa innréttað fallega smökkunarstofu þar sem að hópar geta hist og fengið að bragða á gininu. Megináhersla er lögð á upplifun. „Þetta er staðurinn þar sem við tökum á móti okkar viðskiptavinum. Þú getur pantað tíma hjá okkur, svo fer þetta allt bara eftir því hvað fólk er að sækjast eftir. Við erum í raun og veru með kynningu. Þetta er ný hugmynd á Íslandi,“ segir Óskar Ericsson forsvarsmaður Himbrima gins. Nýja smökkunarstofan er staðsett við Lækjartorg.

Upp á síðkastið hefur hann staðið í ströngu að innrétta smökkunarstofu fyrir ginið. Hann útskýrir að þeim vantaði skrifstofu og sýningarrými þar sem hægt væri að kynna vöruna. „Okkur vantaði stað til þess að gera tilraunir með vöruna og að heyra viðbrögð fólks. Þegar fólk spyr mig hvernig er best að drekka Himbrima, þá svara ég að það sé best að gera það úti í íslenskri náttúru. Við reyndum að líkja eftir íslenskri náttúru hér. Litirnir eru þeir sömu og litir Himbrimans, fuglsins. Þetta er gert til þess að búa til upplifun þar sem að við höfum pláss og næði til að kynna vöruna eftir bestu getu,“ segir hann.

Staðsetningin frábær

Spurður að því hvenær hægt sé að panta tíma á smökkunarstofunni segir Óskar: „Það er eitthvað laust núna í júlí. Svo er laust í ágúst og svo er það bara veturinn. Við erum bara hér niður í bæ, við Lækjartorg 5, svo þetta er alfaraleið. Staðsetningin er frábær og útsýnið er flott. Þetta er mjög aðgengilegt,“ segir hann.

Hann bætir við að einnig sé hægt að nýta rýmið fyrir fundarhöld. „Eða jafnvel bara fluguhnýtingar, jólahlaðborð eða hvað sem er,“ segir Óskar.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Rætt er við forsvarsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins CrissCross.
 • Fjallað er um breytingar á samþykktum Kviku vegna kaupa bankans á Virðingu.
 • Greint verður frá nýju verðmati Capacent á Högum.
 • Tempo, dótturfélag Nýherja hefur fengið á sig gagnrýni notenda vegna uppfærslu á skýlausn félagsins.
 • Íbúar Evrópusambandsríkjanna hafa vantrú á stofnunum sambandsins.
 • Úttekt á stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi. 
 • Ítarlegt viðtal við Magnús Óla Ólafsson, forstjóra heildsölunnar Innnes.
 • Umfjöllun um Sous vide eldurnaraðferðina sem nýtur mikilla vinsælda hér á landi.
 • Stefán Gestsson, nýr framkvæmdastjóri Ratio hf er tekinn tali.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um dómhörku vinstrimanna.
 • Óðinn fjallar um áhrif skattahækkana á nýsköpun.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is