Fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið duglegt að sækja þjónustu á sólbaðsstofum í sumar. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar er rætt við eiganda sólbaðsstofu í Kópavoginu sem segist ekki geta kvartað yfir aðsókninni.

Í fréttinni kemur einnig fram að vegna veðurs það sem af er sumri hafi ferðaskrifstofur vart undan við bókanir og ljóst að Íslendingar reyna hvað þeir geta til að komast í sól. „Síðustu þrjár, fjórar vikur er gjörsamlega allt búið að vera á hvolfi hjá okkur. Það er eiginlega bara ekkert laust sæti í sólina,“ segir Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Wow air, í samtali við Fréttablaðið.