250% aukning varð á 3G niðurhali í júlí hjá fjarskiptafyrirtækinu Tali í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði verð á þjónustunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Fyrr í sumar hóf fyrirtækið að bjóða 10 GB niðurhal á 500 krónur fyrir þá sem eru með farsíma í áskrift hjá Tali.

Á fyrstu sex mánuðum ársins skilaði Tal 104 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 27 milljónum króna.